Framför boðar til stofnfundar stuðningshóps maka karlmanna sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli.
Fundurinn fer fram miðvikudaginn 22. september kl. 16:30 í Skógarhlíð 8 í Reykjavík en hópurinn ber heitið Traustir makar.
Laila Margrét Arnþórsdóttir og Unnur Hjartarsdóttir leiða stuðngshópinn.
Dagskrá stofnfundar:
-
80% karla sækja stuðning til maka – Dr. Ásgeir R. Helgason
-
Kynning á Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins, á þjónustu hjá Ljósinu og á starfseminni hjá Framför
-
Upplifun á stuðningi hjá Framför: Laila Margrét Arnþórsdóttir
Við hvetjum alla karlmenn með blöðruhálskrabbamein og maka þeirra til að kynnar sé málið frekar – sjá nánar um stuðningshópinn
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.