Kæru vinir,
Við vorum að fá þær fregnir að Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hafi verið aflýst.
Ákveðið var að fresta hlaupinu fyrst um sinn, með von um að ástandið myndi breytast til hins betra á næstu vikum, en það virðist ekki stefna í nægar tilslakanir. Skipuleggjendur meta það að álagið á samfélagið sem og heilbrigðiskerfið hafi verið mikið og mikil óvissa er ennþá um framhaldið. Eftir samtöl við Heilbrigðisráðuneytið, Almannavarnir, lögregluna, slökkviliðið, Reykjavíkurborg og skóla- og íþróttasamfélagið hafi verið tekin ákvörðun um að auka ekki áhættu á auknu álagi á þessa aðila með því að halda hlaupið í ár.
Hlauptu þína leið
Þó að ekki sé hægt að halda Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í ár verður „Hlauptu þína leið“ aftur hleypt af stokki og við höldum því ótrauð áfram að safna áheitum!
Nú verður í boði svokallaður „Hlauptu þína leið“ miði sem kostar aðeins 1.000 krónur, þá er hægt að skrá sig inn á hlaupstyrkur.is. Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt, hlaupa ykkar leið og í leiðinni hjálpa okkur að styrkja innviði Ljóssins enn frekar.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.