Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og ÍBR hefur verið frestað og fer fram 18.september næstkomandi í stað 21.ágúst eins og til stóð.
Við hjá Ljósinu fögnum því að hlaupinu hafi verið frestað en ekki blásið af og gleðjumst yfir að nú fá allir meiri tíma til að æfa sig!
Maraþonið er stór viðburður fyrir Ljósið ár hvert, þar sem þjónustuþegar og velunnarar Ljóssins ýmist hlaupa eða hittast á hliðarlínunni til að hvetja. Sannarlega hátíð í bæ. Maraþonið er einnig ein af stærstu og mikilvægust tekjulindum Ljóssins ár hvert, þar sem heitið er á hlaupara í nafni Ljóssins. Hér má heita á hlaupara Ljóssins.
Nú hvetjum við sem flesta að reima á sig skóna og taka góða göngu, skokk eða hlaup. Okkur hlakkar til að sjá ykkur í borginni 18. september næstkomandi.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.