Þau Arnfríður Jóhannsdóttir, Kolbrún Haraldsdóttir og Gunnar Gunnarsson lögðu leið sína á Miðfell þann 13.júlí síðastliðinn til að afhenda Ernu Magnúsdóttir forstöðukonu Ljóssins styrk vegna Miðfellshlaupsins.
Miðfellshlaupið sem fór fram 29.maí sl. heppnaðist einstaklega vel, eru þau virkilega ánægð með góða þáttöku og stolt af þessu skemmtilega hlaupi. Hlaupið var ræst bæði frá Flúðum og bænum Miðfelli sem eru einmitt heimahagar Ernu Magnúsdóttir forstöðukonu Ljóssins. Allur ágóði af hlaupinu er til styrktar Ljósinu, einnig bárust frjáls framlög. Alls söfnuðust 386.000 krónur. Er þessi styrkur ætlaður til frekari uppbyggingar á landsbyggðardeild Ljóssins.
Við hjá Ljósinu sendum nefndinni, hlaupurum og öllum þeim sem komu að þessum frábæra viðburði hugheilar þakkir. Ljósið vill tileinka styrkinn okkar yndislegu vinkonu Þórunni Egilsdóttir, sem var mikil talskona landsbyggðardeildarinnar.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.