Í dag kom Kristín Jóna Þorsteinsdóttir, markaðsstjóri prentsmiðjunnar Litrófs, í heimsókn til okkar á Langholtsveginn og afhenti Ljósinu sígildar barnabækur í kassavís.
Bækurnar eru nú komnar í sölu á vefnum okkar í einum myndarlegum pakka á stórgóðu verði en öll upphæðin rennur til Ljóssins. Emma okkar tók á móti sendingunni með grímuklætt bros á vör.
Hans og Gréta, Stígvélaði kötturinn, Tumi þumall, og Haninn, músin og litla rauða hænan eru ævintýri sem vart þarf að kynna.
Bækurnar eru fullkomnar í pakkann handa börnunum eða til að taka með í ferðalagið en hverri bók fylgir hljóðútgáfa á geisladisk. Það er því kjörið að láta upplesturinn óma á meðan börnin fletta bókunum en undir flipum á hverri opnu kemur eitthvað óvænt í ljós.
Hægt er að sækja bækurnar í móttöku Ljóssins eða fá sendar heim með því að velja viðeigandi sendingakostnað í vefsölu.
Athugið að einnig er hægt að fá bækurnar stakar en fást þær eingöngu í móttöku Ljóssins.
Smellið hér til að skoða nánar og kaupa bækur.
Við sendum Litrófi okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.