Skert þjónusta í Ljósinu til og með 19. október

Kæru vinir,

Við höldum áfram að aðlaga starfsemi Ljóssins að hertum sóttvarnarreglum. Hér fyrir neðan getið þið lesið um breytingar sem verða á starfseminni til og með mánudeginum 19. október:

Viðtöl hjá iðjuþjálfum, sálfræðiráðgjafa, fjölskyldufræðingi, markþjálfum og næringarráðgjafa
Einstaklingsviðtöl munu að mestu fara fram í gegnum samskiptaforritið Kara Connect en viðtöl í síma og í húsi eru möguleg. Þeir sem eiga bókað viðtal hjá fagaðila munu fá símtal á næstunni þar sem viðtalsmöguleikar verða ræddir. Hægt er að lesa meira um viðtöl í gegnum Köru Connect hér.

Líkamleg endurhæfing
Hópar í líkamlegri endurhæfingu frestast. Þjálfarar Ljóssins verða í sambandi við alla sem eiga bókaðar mælingar. Við minnum alla á daglega hreyfingu og munu æfingar birtast reglulega í Facebook-hópnum okkar Ljósið heima. Arna jógakennari stefnir á að streyma jóga tvisvar í viku en við sendum ykkur meira um það seinna.

Sogæðanudd
Þau sem eiga bókaðan tíma í sogæðanudd mæta á tilsettum tíma. Mikilvægt er að mæta beint í nýja húsið, vera með grímu og spritta hendur um leið og komið er í hús.

Eftirfarandi þjónusta frestast:

  • Námskeið
  • Fræðsla
  • Handverk
  • Jafningjahópar
  • Heilsunudd og snyrting

Við erum við símann ef ykkur liggur eitthvað á hjarta og einnig eru fagaðilar til staðar í húsakynnum okkar á Langholtsvegi, fyrir þau sem þurfa nauðsynlega á að halda.

Við minnum ykkur öll á hópana okkar á Facebook en á næstunni mun Facebook-hópurinn okkar Ljósið heima leika stærra hlutverk og við hvetjum alla þjónustuþega til að bæta sér þar inn.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.