Á morgun, fimmtudaginn 4. júní, hefst hjá okkur námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra 20 ára og eldri.
Eins og þeir sem til þekkja snertir krabbamein alla fjölskylduna og nærumhverfi ef einn greinist. Þessum einstaklingum höfum við í Ljósinu beint athyglinni að til fjölda ára, samhliða krabbameinsgreindum, því þörfin er brýn og það sýnir sig best á þeim fjölda sem til okkar sækir.
,,Ég geri mér betur grein fyrir eigin líðan og hversu mikilvægt er að hlúa að mér sem aðstandanda“
Námskeiðið stendur í fjórar vikur, einu sinni í viku frá kl. 16:30-18:30.
,,Gagnlegt að læra um samskipti við veikan ástvin“
Umsjón með námskeiðinu hefur Guðrún Einarsdóttir (Rúna), iðjuþjálfi, og Helga Jóna, fjölskyldumeðferðarfræðingur og iðjuþjálfi.
Til að lesa meira um námskeiðið, smelltu hér. Enn eru örfá sæti laus og áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í síma 561-3770.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.