Laugardaginn 29. febrúar standa vinir okkar hjá styrktar- og líknarfélaginu Bergmáli fyrir árlegri árshátíð sinni.
Eins og margir vita veitir Bergmál ljósberum mikinn stuðning í margvíslegu formi og ber þar helst að nefna árlega orlofsviku þar sem þjónustuþegum Ljóssins stendur til boða að hvílast í heila viku að kostnaðarlausu í heilandi umhverfi Sólheima í Grímsnesi.
Von er á góðum gestum á árshátíðina en meðal annars mun skemmtibandið Hvítir mávar koma fram. Viðburðurinn fer fram í safnaðarsal Háteigskirkju og hefst klukkan 18:00 en fyrstu skemmtiatriði byrja 18:30 og áætlað er að hefja kvöldverð klukkan 19:00.
Miðinn kostar 5000 krónur og bókast hjá Kolbrúnu í síma 845-3313
Innifalið er: Aðalréttur, eftirréttur, ball og frábær skemmtun.
Næg bílastæði og lyfta í húsakynnum.
Allir innilega velkomnir.
Vert er að nefna að Bergmál er sjálfboðastarf og hefur undanfarin 26 ár veitt yfir 3500 manns þjónustu. Árshátíðin er eini viðburður félagsins sem greitt er fyrir.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.