Nú geta velunnarar Ljóssins gefið þýðingarmikla jólagjöf
Ljósið býður landsmönnum að gefa ástvinum þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks í fjölskyldustarf miðstöðvarinnar eða í endurhæfingu fyrir ungt fólk.
Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja sérstaklega fjölskyldustarf Ljóssins eða starf unga fólksins. Í kjölfarið fær hann sent gjafabréf í tölvupósti sem hægt er að prenta út og lauma í umslag undir jólatréð.
„Í ár ákváðum við að bjóða fólki að gefa vinum og vandamönnum styrk til starfs Ljóssins í jólagjöf. Við fundum hvað margir voru farnir að spyrja hvort það væri hægt að gefa í eitthvað tiltekið starf og ákváðum að bregðast við því. Það er í raun dásamleg hugmynd“ segir Erna Magnúsdóttir forstöðumaður Ljóssins og bætir við „Þetta leyfir einnig þeim sem lítið hafa á milli handanna en vilja gefa þýðingarmikla gjöf að gera svo því framlagið er frjálst og upphæðin kemur ekki fram á bréfinu sem er sent. Við viljum gera jólin gleðilegri og léttari fyrir fólk og leyfa þeim færa krabbameinsgreindum jákvæðni, styrk og von. Það eru skilaboðin sem við erum að senda.“.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.