Í gær fengum við virkilega skemmtilega heimsókn í Ljósið þegar Gísli Snær, Stefán Sævar og Sóley Diljá, börn Olgu Steinunnar Weywadt Stefánsdóttur, færðu Ljósinu formlega hönnun sem hefur verið í sölu hjá Ljósinu frá því í lok sumars.
Olga, sem var hæfileikaríkur Ljósberi, sótti margvíslega þjónustu í Ljósið eftir að hún og fjölskylda hennar fluttu heim frá Svíþjóð. Skemmtilegast þótti Olgu í myndlist þar sem hún sýndi mikla hæfileika. Verkið sem um ræðir heitir „Ég er úr Breiðholtinu“ varð til árið 2018 í kjölfar þess að myndlistarhópurinn fór í heimsókn á vinnustofur myndlistamannsins Tolla en Olga var mikill aðdáandi hans.
Við þökkum þessari flottu fjölskyldu kærlega fyrir gjöfina.
Plakatið er bleksprautuprentað á 200 gr. ljósmyndapappír og kemur í stærð 40 x 50 en fyrir þá sem vilja skoða verkið frekar er hægt að smella hér.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.