Rabbfundur um stofnun stuðningshóps fyrir fólk sem greinst hefur með eitlakrabbamein mun fara fram hjá Ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins fimmtudaginn 5. september milli 16:30 – 18:00.
Signý Vala Sveinsdóttir sérfræðingur í blóðkrabbameinum flytur erindi ásamt Höllu Grétarsdóttur sérfræðingi í hjúkrun.
Kannaður verður áhugi þátttakenda á því að stofna stuðningshóp þar sem markmiðið er að hittast reglulega, bjóða upp á fræðslu og nýta sér jafningjastuðning.
Við hvetjum alla sem hafa greins með eitlakrabbamein og aðstandendur þeirra til að mæta.
Hér má lesa tilkynningu frá Ráðgjafaþjónustunni: https://www.krabb.is/radgjof-studningur/hvad-er-i-bodi/vidburdir/rabbfundur-eitla-krabba-mein-stofnun-studn-ings-hops
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.