Nú í lok júlí barst Ljósinu rausnarleg gjöf frá myndlistamanninum Árna Rúnari Sverrissyni. Undanfarin ár hefur Ljósið verið með verk eftir Árna að láni en það er óhætt að segja að þau færi húsakynnunum á Langholtsveginum sterkan svip. Árni hefur nú fært Ljósinu þessi verk að gjöf og því munum við halda áfram að njóta listar Árna um ókomin ár.
Árni lærði myndlist við Mynd- og handíðaskóla Íslands og Myndlistakóla Reykjavíkur. Hann hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar í gegnum árin en hefur unnið og sýnt fyrst og fremst á Íslandi, en þó í einhverju mæli erlendis. Árið 1999 dvaldi Árni til að mynda á Sikiley þar sem hann starfaði að list sinni og hélt sýningu í Palermo.
Við þökkum Árna hjartanlega fyrir rausnarlega gjöf.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.