Á dögunum sótti Erna Magnúsdóttir Lionsklúbb Hafnarfjarðar heim til að veita nýju hartastuðtæki viðtöku. Tækið, sem er af nýjustu gerð LIFEPAK CR plus, mun koma að góðum notum en auk þess að vera til staðar í húsi þá bera þjálfarar Ljóssins einnig slíkt tæki með sér í þeim göngum sem farið er fyrir utan höfuðborgarsvæðið.
Lionsklúbburinn gefur Ljósinu einnig kennslu á tækið.
Ljósið þakkar innilega fyrir góða gjöf, sem er mikilvægt öryggistæki inná stað eins og Ljósið.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.