Fræðslu- og stuðninghópur fyrir konur sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á síðastliðnu ári hefst mánudaginn 14. janúar. Hvert skipti eru tvær klukkustundir frá 10:00 – 12:00.
MARKMIÐ
Markmiðið með námskeiðingu er að konur í svipuðum sporum fái fræðslu og umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda. Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum. Umsjón með námskeiðinu hefur Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir iðjuþjálfi en auk hennar eru aðrir fagaðilar eins og: sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, markþjálfi og kynfræðingur.
DAGSKRÁ
Námskeiðið er samsett Vinsamlegast athugið að efnið getur verið tekið í annari röð en hér fer á eftir.
· 1. tími Kynning á námskeiðinu – aðstæður og úrlausnir – Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir iðjuþjálfi
· 2. tími Hvaða áhrif hefur greining og meðferð – Hrefna Magnúsd. hjúkrunarfræðingur
· 3. tími Heilsuefling í eigin höndum – Sigrún Þóra sálfræðingur
· 4. tími Mikilvægi þess að byggja upp orku og þrek – Haukur Guðmundss. sjúkraþjálfari
· 5. tími Samskipti og kynlíf – Áslaug Kristjánsdóttir kynfræðingur
· 6. tími Að skapa áhugaverða framtíðarsýn – Matti Osvald markþjálfi / heilsufræðingur
· 7. tími Búum til óska-/draumaspjöld – Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir iðjuþjálfi
Skráning er í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.