Frá árinu 2014 hefur Heilsa hf. styrkt ákveðin verkefni í gegnum bætiefnalínu Gula miðans. Í ár nýtur Ljósið stuðningsins sem er veglegur og kunnum við Heilsu hf. okkar bestu þakkir fyrir að styrkja starfsemina með þessu frábæra framlagi.
Bætiefnalína gula miðans, sem er í rauninni bleikur, samanstendur af þremur vörutegunum; Acidophilus plús, D3 vítamín og Múlti vít og renna 250 kr. af hverju seldu glasi til Ljóssins.
Það er því nokkuð augljóst að við hjá Ljósinu hvetjum fólk til að kynna sér þetta frábæra boð sem bæði styrkir starfsemi Ljóssins og þig.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.