Í dag, þriðjudaginn 17. apríl birtis frábær grein um námskeið sem haldið er í Ljósinu fyrir ungmenni á aldrinum 17-20 ára og á aðstandanda sem greinst hefur með krabbamein. Greinin ber yfirskriftina ,,Það má líka hlægja“ og þar segir Kristín Berta Guðnadóttir umsjónamaður námskeiðsins frá uppbyggingu þess. Jafnframt er talað við þrjá krakka sem farið hafa á námskeiðið og segja þau sína upplifun af námskeiðinu.
Skráning stendur nú yfir, en næsta námskeið hefst mánudaginn 23. apríl. Námskeiðið stendur frá kl. 19:30 -21:30 og er í fimm skipti. Námskeiði er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Hægt er að leisa greinina með því að smella hér.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.