Nú er „Út um borg og bæ“ að hefjast aftur. Nú ætlum við að hittast tvisvar í mánuði 1. og 3. hvern fimmtudag. Einu sinni út í bæ eins og verið hefur og einu sinni í Ljósinu. Í september hittumst við 4. og 18.
Fimmtudagurinn 4.sept 2014
Hittumst í anddyri Norræna hússins kl. 13:00 og skoðum sýninguna Hvítt ljós. Þeir sem vilja fá far frá Ljósinu mæti á Langholtsveginum kl. 12:30. Búið er að opna nýjan veitingastað sem heitir nú AALTO Bistro og þar er hægt að fá kaffi og með því eftir sýninguna.
Anna útskrifaðist frá Grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1981. Hún fór í framhaldsnám til Ítalíu og lauk námi í leikmynda og búningahönnun frá Accademia di Belle Arti í Róm árið 1986.
Í olíumálverkum og ljósmyndum Önnu er viðfangsefnið ljósbrot augnabliksins
Sjáumst sem flest
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.