Það er ekki símasöfnun í gangi.

Að gefnu tilefni viljum við koma því á framfæri að það er ekki verið að hringja í
einstaklinga til að biðja þá um að styrkja Ljósið.

Einhver hefur lent í því að fá símtal þar sem viðkomandi er beðinn um að styrkja
Ljósið og gefa upp debetkortanúmer.

Vinsamlegast verið á varðbergi.

Með kveðju
Erna Magnúsdóttir forstöðukona

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.