Nýtt átak til styrktar Ljósinu hefst 14. ágúst

Salan á varaglossunum gengur framar vonum, og ennþá er hægt að kaupa glossin í Hagkaupsverslunum, Lyf og heilsu, öllum snyrtivöruverslunum sem selja Dior og Fríhöfninni Keflavíkurvelli.

diorkiss.transp400.png

 

14. ágúst hefst þriðjaÁ allra vörum átakið og beinast augu félagsins að LJÓSINU okkar .

Með því að kaupa Á allra vörum glossið frá Dior fyrir 3.500 kr. styrkir þú starfsemi Ljóssins sem er ómetanlegur stuðningur fyrir þá sem eru að ná sér eftir krabbamein og aðstandendur þeirra. Starfsemi Ljóssins stuðlar að skjótari bata og auðveldar fólki að snúa aftur til vinnu og þátttöku í daglegu lífi á ný.

Á þessu ári á Ljósið 5 ára afmæli og er draumur forsvarsmanna þess að ná að safna fyrir eigin húsnæði á afmælisárinu. Það er því með stolti sem Á allra vörum leggur Ljósinu lið. Sem fyrr verður fjármunum safnað með því að selja varalitagloss frá Dior – merkt  átakinu – en allur ágóði af sölunni rennur til Ljóssins.

Einnig er hægt að kaupa glossinn í Ljósinu Langholtsvegi 43 S. 5613770 og verslunum Hagkaups, Lyf og heilsu, Fríhöfninni og ýmsum snyrtivöruverslunum. 

                                                aav.logo.hvitt.png

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.