Viðtal við næringarráðgjafa

Hægt er að panta viðtal í næringarráðgjöf, bæði einstaklingsviðtal (1 klst) eða hópviðtal (2 klst).  Markmiðið með viðtalinu er að finna leiðir til að bæta mataræði.

Í einstaklingsviðtali er ráðgjöfin einstaklingsmiðuð, farið er yfir matardagbók og fundin leið til að setja raunhæf markmið til að bæta mataræði. Hópviðtal (3-5 saman) er í formi fræðslu og umræðna. Ef áhugi er getur hópurinn haldið áfram að hittast vikulega  og sett sér markmið og þeim fylgt eftir undir leiðsögn ráðgjafa.

Viðtalstímar hjá ráðgjafa eru á mánudögum og miðvikudögum eftir hádegi, eða eftir samkomulagi.

Hægt er að panta tíma hjá ráðgjafa í síma 561-3770.

Helstu upplýsingar

Fyrir hverja: Fyrir krabbameinsgreinda, hvenær sem er í meðferð eða endurhæfingu.

Umsjón: Rannveig Björnsdóttir, næringarráðgjafi

Tímapantanir í síma 561-3770