Fræðslunámskeið fyrir ungt fólk

Fræðslu – og stuðninghópur fyrir ungt fólk sem er að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári.

Markmið:

Að ungt fólk á aldrinum 20-45 ára fái fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda og létt geta undir í uppbyggingarferlinu.  Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum og hafa víðtæka reynslu og skilning á aðstæðum þátttakenda. Umsjón með námskeiðinu hefur Unnur María Þorvarðardóttir iðjuþjálfi, en auk hennar eru aðrir fagaðilar eins og: sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sálfræðingur, fjölskyldumeðferðafræðingur, læknir, markþjálfi, kynfræðingur og heilsunuddari.

Dagskrá

  • 1. febrúar – Breytingarferli við veikindi: Unnur María Þorvarðardóttir iðjuþjálfi
  • 8. febrúar – Af hverju líður mér svona? – tilfinningalegar breytingar í veikindum: Kristín Ósk  Leifsdóttir sálfræðingur
  • 15. febrúar – Hvers vegna er gott að byggja upp líkamlegt þrek? G. Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari
  • 22. febrúar – Fjölskyldan og samskiptin manna á milli: Helga Jóna Sigurðardóttir fjölskyldumeðferðarfræðingur
  • 1. mars – Nýjar áskoranir: Matti Osvald Stefánsson heilsufræðingur og markþjálfi
  • 8. mars – Streita og stífir vöðvar, hvað get ég gert til að slaka á? Sigrún Sigurgeirsdóttir heilsunuddari
  • 15. mars – Samlíf, kynlíf og allt sem því fylgir: Áslaug Kristjánsdóttir hjúkrunar-og kynfræðingur
  • 22. mars – Krabbamein og ímyndir um sjúkdóminn: Helgi Sigurðsson prófessor í krabbameinslækningum

Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt.
Vertu þú sjálfur, eins og þú ert.
Láttu það flakka, dansaðu í vindinum.
Faðmaðu heiminn, elskaðu.

(sssól)

Næsta námskeið

Nýtt námskeið hefst 13. september 2018

Fimmtudagur kl. 13-15

8 skipti samtals

– sjá efnistök hér til hliðar

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770