Fræðslunámskeið fyrir ungt fólk

Fræðslu – og stuðninghópur fyrir ungt fólk sem er að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári.

Markmið:

Að ungt fólk í svipuðum sporum fái fræðslu og umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda.  Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum og hafa víðtæka reynslu og skilning á aðstæðum þátttakenda. Umsjón með námskeiðinu hefur Erna Magnúsdóttir yfiriðjuþjálfi en auk hennar eru aðrir fagaðilar eins og: sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sálfræðingur, og jógakennari

Þau málefni sem verða tekin fyrir eru:  (en þó ekki endilega í þessari röð)

  • Kynning á námskeiðinu – aðstæður og úrlausnir
  • Að nýta hugmyndafræði BREATH í uppbyggingarferlinu
  • Hvaða áhrif hefur greining og meðferð
  • Samskipti, tilfinningar og kynlíf
  • Að vinna með eigin tilfinningar
  • Mikilvægi þess að byggja upp orku og þrek
  • Að skapa áhugaverða framtíðarsýn
  • Óskaspjald

Næsta námskeið

Nýtt námskeið hefst 1. febrúar

Fimmtudagur kl. 13-15

8 skipti samtals

– sjá efnistök hér til hliðar

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770