Fræðslunámskeið fyrir nýgreindar konur

Fræðslu – og stuðninghópur fyrir konur, sem eru að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári.

Markmið:

Að konur í svipuðum sporum fái fræðslu og umræður og þannig stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda.  Þeir fagaðilar sem koma að námskeiðinu hafa allir unnið með krabbameinsgreindum eða hafa sjálfir reynslu af því að greinast. Umsjón með námskeiðinu hefur Erna Magnúsdóttir yfiriðjuþjálfi en auk hennar eru aðrir fagaðilar eins og: sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sálfræðingur, og jógakennari

Þau málefni sem verða tekin fyrir eru:

Yngri hópur: Fimmtudagar kl. 13:00-15:00

 • Kynning á námskeiðinu – aðstæður og úrlausnir
 • Að nýta hugmyndafræði BREATH í uppbyggingarferlinu
 • Hvaða áhrif hefur greining og meðferð
 • Samskipti, tilfinningar og kynlíf
 • Að vinna með eigin tilfinningar
 • Mikilvægi þess að byggja upp orku og þrek
 • Að skapa áhugaverða framtíðarsýn
 • Óskaspjald

 

Eldri hópur: Föstudagar kl. 9:45-11:45

 • Kynning á námskeiðinu
 • Að vinna með eigin tilfinningar
 • Mikilvægi þess að byggja upp orku og þrek
 • Hvaða áhrif hefur greining og meðferð
 • Samskipti, tilfinningar og kynlíf
 • Að skapa áhugaverða framtíðarsýn
 • Að nýta hugmyndafræði BREATH í uppbyggingarferlinu
 • Óskaspjald

Næsta námskeið

Ný námskeið hefjast í september:

14. september – yngri konur:
Fimmtudagar kl. 13:00 – 15:00

15. september – eldri konur
Föstudagar kl. 9:45 – 11:45

8 skipti hvort námskeið

Umsjón: Erna Magnúsdóttir, yfiriðjuþjálfi og Guðbjörg Dóra Tryggvadóttir, iðjuþjálfi

Námskeiðsgjald kr. 3.000

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770