Það er algengt og eðlilegt að sálrænir erfiðleikar fylgi krabbameinsgreiningu og meðferð. Hjá Ljósinu er hægt að bóka tíma hjá sálfræðingi með þekkingu á depurð, kvíða, streitu og fleiri vandamálum sem geta fylgt veikindum. Ekki er veitt full meðferð en í viðtölum er lögð áhersla á að veita stuðning og finna aðferðir, bjargráð og verkfæri sem geta hjálpað þjónustuþegum og aðstandendum að takast á við breytingar og erfiðleika sem oft fylgja krabbameini. Fjöldi viðtala fer eftir þörf hvers og eins.

Tímapantanir eru hjá Ljósinu í síma 561-3770.

Helstu upplýsingar

Viðtölin eru ætluð: krabbameinsgreindum og aðstandendur þeirra

Tímapantanir í síma 561-3770