Nú nýverið barst Ljósinu höfðingleg gjöf frá Ingibjörgu Halldórsdóttur í tengslum við nýútkomna meistaraprófsritgerð hennar. Ingbjörg ákvað að í stað gjafa í útskriftarhófi sínu að óska frekar eftir peningaframlögum og láta þá fjárhæð sem safnaðis renna til Ljóssins. Þessir peningar koma í afskaplega góðar þarfir hér í Ljósinu og þökkum við Ingibjörgu og gestum hennar innilega fyrir hlýhug og stuðning en alls
Hlaupa- og skokkhópur Ljóssins fer aftur af stað fimmtudaginn 27. apríl nk. Hópurinn er ætlaður öllum áhugasömum, hvort sem það eru krabbameinsgreindir, aðstandendur, starfsfólk Ljóssins eða aðrir sem vilja koma sér af stað í skemmtilega útiveru og hreyfingu. Æfingar verða á fimmtudögum á milli kl. 15:30-16:30 og henta öllum; byrjendum sem lengra komnum, skemmtiskokkurum jafnt sem maraþonhlaupurum. Stefnt er á
Fimmtudagskvöldið 9. mars næstkomandi kl. 19:30 ætlar Pálmar Ragnarsson að koma til okkar í Ljósið á motivation kvöld Ungliðahóps Ljóssins, Krafts og SKB og halda fyrirlestur um jákvæða nálgun í samskiptum. Hann fjallar um aðferðir og reynslu sína við þjálfun barna og unglinga, en hann hefur yfir 10 ára reynslu af körfuknattleiksþjálfun barna og ungmenna, með einstökum árangri. Aðal áherslan
Nú er komið að því að við verðum að hækka matinn okkar þar sem við ráðum ekki lengur við að bjóða hann á 700 kr. Við erum þó eins hófleg og við getum og mun hann kosta kr. 1000,- frá og með morgundeginum 1. mars. Vonumst til að sjá ykkur jafnt sem áður því áfram verður sami góði maturinn.
Á öskudaginn ætlum við í Ljósinu að gera okkur smá dagamun og hafa gaman saman. Við hvetjum fólkið okkar til að koma í búningum, jafnvel láta gamla drauma rætast og mæta sem Súperman eða Mjallhvít, býfluga eða banani. Starfsfólkið ætlar að skipta um hlutverk og vera í búningum, grínast smá og baka vöfflur eins og stundum er gert á öskudag. Hlökkum