Í Ljósinu er starfandi jafningjahópur fyrir karlmenn 46 ára og eldri sem greinst hafa með krabbamein. Reynsla okkar sýnir fram á mikilvægi þess að skapa vettvang fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum svipaða lífsreynslu til að koma saman og deila upplifun sinni. Að hitta jafningja, sem hafa innsýn í líðan, hugsanir og þau líkamlegu einkenni sem eru fylgifiskar krabbameins, getur hjálpað til við að takast á við nýjan veruleika.
Strákarnir í Ljósinu hittast alla föstudaga kl:12.00 og borða saman. Gott tækifæri fyrir karlmenn 46 ára og eldri til að hittast og ræða saman í næði. Matti Ósvald heilsufræðingur og markþjálfi kemur og er með í umræðunum.
Helstu upplýsingar
Fyrir hverja: Karlmenn sem greinst hafa með krabbamein
Hvenær: Föstudagar kl. 12:00
Umsjón: Matti Ósvald, heilsufræðingur