Við kennum ykkur grunninn í leir, notum gifsmót og notum plötuaðferð. Við kennum ekki að renna leir, allt er handmótað með aðstoð gifsmóta og fleiri verkfæra. Kennum ykkur svo á glerunga og oxið, til að gefa hlutunum lokaútkomuna. Allt efni er á staðnum og gott úrval af glerungum.
Svo leikum við okkur að gera flotta hluti, t.d stjaka, skálar, diska og margt fleira. Við reynum eftir bestu getu að aðstoða við ykkar hugmyndir.
Leirinn er mjög róandi og heilandi handverk, það er algjörlega hægt að gleyma stað og stund að vinna með leir.
Byrjendur og lengra komnir velkomnir.
Helstu upplýsingar
Hefst 6. janúar 2025
12 vikna námskeið
Mánudaga 9:00 – 12:00 og 12:30 – 15:30
Þriðjudaga 9.00 – 12.00 og 12.30 – 15.30
Miðvikudaga 9:00 – 12:00
Fimmtudaga 9:00 – 12:00
Föstudaga 09:00 – 12:00
Yfirumsjón: Erla Sigurðardóttir
Leiðbeinendur: Jóna, Bogga, Fríða og Melkorka
Aðeins er greitt fyrir efni
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770
Skráning er nauðsynleg