Markmið með námskeiðinu Hver er ég? er að styðja fólk í að aðlagast sjálfsmynd sinni í kjölfar meðferðar.
Umrótarbreytingin sem fylgir greiningu og meðferð hefur óumflýjanlega áhrif á einstaklinginn en sumir upplifa sjálfsmynd sína eftir meðferð algerlega ósamrýmanlega fyrri sjálfsmynd.
Námskeiðinu er ætlað að bera kennsl á ný gildi, önnur hlutverk og styðja fólk í að kynnast sér á nýjum forsendum. Í tímunum verða vilji, vani og vanamynstur skoðuð og þátttakendur hvattir til að skoða þessa þætti í eigin lífi.
Athugið að námskeiðið krefst virkrar þátttöku í tímum og gert er ráð fyrir að þátttakendur vinni heimaverkefni milli tímanna. Þá skiptir máli að þeir sem skrái sig á námskeiðið skuldbindi sig til að mæta í alla fjóra tímana.
Umræðuefni námskeiðsins:
- Trú á eigin getu og áhrifamátt
- Vani og vanamynstur
- Hlutverk og gildi
- Styrkleikar og framtíðarsýn
Næsta námskeið
Hefst 22.janúar 2025
miðvikudagar kl. 13:30 – 15:30 í 4 skipti
Umsjón: Helga Jóna, iðjuþjálfi og Hólmfríður, iðjuþjálfi
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru komnir á seinnihlutann í sínu endurhæfingarferli og hentar því ekki þeim sem eru að hefja endurhæfingu. Ef þú ert í vafa, þá hvetjum við þig til að hafa samband við þinn fagaðila.