Hreyfiflæði

Hreyfiflæði er æfingakerfi sem hefur áhrif á hreyfingar og innri ró líkamans. Æfingarnar hafa áhrif á bandvef líkamans þannig að þú upplifir minni verki og aukinn hreyfanleika.

  • Hreyfiflæði snýst um að bæta rennslið á milli mismunandi laga líkamans t.d á milli vöðva og líffæra.
  • Hreyfiflæði hefur áhrif á bandvef líkamans þannig að hann verði eins hreyfanlegur eins og hægt er.
  • Hreyfiflæði snýst um að stuðla að innri ró og slökun með því að hafa áhrif á bandvefskerfi líkamans.

Athugið að nauðsynlegt er að þátttakendur hafi færni til þess að setjast sjálfir niður og leggjast á dýnu sem og að rísa upp í standandi stöðu að nýju.

HELSTU UPPLÝSINGAR

Hvenær:

Mánudagar kl. 14:00 – 15:00 og

Miðvikudagar kl. 11:00 – 11:45

Föstudagar kl. 9:00 – 9:50

Hvar: Ljósið, Langholtsvegi 43

Leiðbeinendur: Erla, Guðrún Erla og Inga Rán