Á fimmtudögum í febrúar kl. 12:30-15:30 verður Thelma Björk Jónsdóttir, jóga- og hugleiðslukennari með námskeið þar sem unnið verður út frá flæði og skynjun í gegnum handverk og hugleiðslu.

Kynntar verða mismunandi aðferðir af útsaumi og farið verður í ferðalag í hugmyndavinnu í gegnum slökunarferli. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á skapandi nálgun og tilraunir í útsaumi.

Efnisgjald er 1.500 kr.

Skráning í mótttöku Ljóssins eða í síma 561-3770 og á heimasíðu Ljóssins.

Helstu upplýsingar

Hefst 5. febrúar 2026

Fimmtudagar kl. 12:30-15:30, í 4 skipti

Umsjón: Thelma Björk Jónssdóttir, jóga- og hugleiðslukennari

Skráning á námskeið