Við bjóðum þjónustuþega Ljóssins og aðstandendum þeirra hjartanlega velkomna á fyrirlestraröðina Samtalið heim.
Á námskeiðum í Ljósinu hefur oft verið rætt hversu þarft og gott það væri fyrir þjónustuþega og aðstandendur að vera saman á fræðslu. Sérstaklega þar sem oft er erfitt að yfirfæra upplýsingar og upplifanir heim. Þegar tveir hlusta saman er einnig hægt að ræða fyrirlesturinn þegar heim er komið án þess að þurfa að endursegja hann.
Fyrirlestraröð fyrir ljósbera og aðstandendur þeirra. Fyrirlestrarnir eru síðasta mánudag hvers mánaðar.
Staðsetning er í húsnæði Ljóssins og verður fræðslunum einnig streymt í gegnum ZOOM.
Skráning fer fram rafrænt og í móttöku Ljóssins.
Dagskrá:
27. janúar – Andhormónar, Anna Sigríður Jónsdóttir iðjuþjálfi og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir
Líkamleg og andleg líðan getur breytst mikið við að vera á andhormónum. Áhrifin geta verið fjölbreytt og mismunandi eftir einstaklingum og hafa sömuleiðis mismikil áhrif á aðstandendur og umhverfi þeirra sem lyfin taka. Í þessum fyrirlestri en rætt um hvaða andlegar og líkamlegar aukaverkanir er gott að hafa í huga þegar tekin eru andhormón.
24. febrúar 2025 – Guðlaug Ragnars, Reynslusaga Ljósbera
Engar tvær fjölskyldur takast á við krabbameinsgreiningu og -meðferð á sama hátt. Guðlaug deilir sinni reynslu af því að greinast með krabbamein og ganga í gegnum endurhæfingarferlið. Hún segir frá upplifun sinni og áhrif á fjölskyldumeðlimi, bæði á meðan á endurhæfingunni stóð og að henni lokinni.
31. mars 2025 – Samlíf og nánd, Áslaug kynfræðingur
Greining og meðferð getur haft áhrif á samskipti, samlíf og nánd para. Áslaug er einn vinsælasti fyrirlesari Ljóssins og hefur verið fastur gestur á nær öllum námskeiðum Ljóssins undanfarin ár. Á þessum fyrirlestri ræðir hún um þær breytingar sem geta orðið í samböndum og hvaða leiðir séu færir til úrlausnar.
28. Apríl – Taugakerfið, Alda Pálsdóttir
Áhrif greiningar og krabbameinsmeðferðar á taugakerfið eru umtalsverð. Alda Pálsdóttir ræðir um ósjálfráða taugakerfið og leiðir til að kynnast því og sjálfu sér. Hún segir frá áreitisþröskuldinum og ræðir leiðir til að takast á við streitu og aðferðir til að auka og viðhalda vellíðan.
26. Maí – Endurhæfing á sumrin, Guðrún Friðriksdóttir iðjuþjálfi
Sumarið getur verið álagstími af ýmsum ástæðum. Rútína fjölskyldunnar er önnur, myndir með yfirskriftinni „njóta ekki þjóta“ fylla samfélagsmiðla og sólarhringurinn virðist lengri. Á þessum fyrirlestri verður farið yfir endurhæfingu á sumrin og hvernig hægt er að sinna andlegri og líkamlegri heilsu án þess að fara framúr sér.
Næsti fyrirlestur
Mánudagar kl. 16:30-17:45
27. janúar – Andhormónar
Umsjón: Anna Sigríður Jónsdóttir, iðjuþjálfi og Ólöf Kristjana Bjarnadóttir krabbameinslæknir
Staðsetning:
Fræðslan fer fram í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg en einnig í streymi.
Uppselt er á viðburðinn í húsnæði Ljóssins. Það er möguleiki á að taka þátt í streyminu, en nauðsynlegt er að skrá þig í móttöku Ljóssins.