Samtalið heim

Við bjóðum þjónustuþega Ljóssins og aðstandendum þeirra hjartanlega velkomna á fyrirlestraröðina Samtalið heim.

Á námskeiðum í Ljósinu hefur oft verið rætt hversu þarft og gott það væri fyrir þjónustuþega og aðstandendur að vera saman á fræðslu. Sérstaklega þar sem oft er erfitt að yfirfæra upplýsingar og upplifanir heim. Þegar tveir hlusta saman er einnig hægt að ræða fyrirlesturinn þegar heim er komið án þess að þurfa að endursegja hann.

Fyrirlestraröð fyrir ljósbera og aðstandendur þeirra. Fyrirlestrarnir eru síðasta mánudag hvers mánaðar.

Staðsetning er í húsnæði Ljóssins og verður fræðslunum einnig streymt í gegnum ZOOM.

Skráning fer fram rafrænt og í móttöku Ljóssins.

Dagskrá:

28. apríl – Endurhæfing á sumrin, Guðrún Friðriksdóttir iðjuþjálfi
Sumarið getur verið álagstími af ýmsum ástæðum. Rútína fjölskyldunnar er önnur, myndir með yfirskriftinni „njóta ekki þjóta“ fylla samfélagsmiðla og sólarhringurinn virðist lengri. Á þessum fyrirlestri verður farið yfir endurhæfingu á sumrin og hvernig hægt er að sinna andlegri og líkamlegri heilsu án þess að fara framúr sér.

26. maí – Taugakerfið, Alda Pálsdóttir
Áhrif greiningar og krabbameinsmeðferðar á taugakerfið eru umtalsverð. Alda Pálsdóttir ræðir um ósjálfráða taugakerfið og leiðir til að kynnast því og sjálfu sér. Hún segir frá áreitisþröskuldinum og ræðir leiðir til að takast á við streitu og aðferðir til að auka og viðhalda vellíðan.

Næsti fyrirlestur

Mánudagar kl. 16:30-17:45

28. apríl – Endurhæfing á sumrin

Umsjón: Guðrún Friðriks, iðjuþjálfi

Staðsetning:
Fræðslan fer fram í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg en einnig í streymi.

Skráning 28. apríl