Samtalið heim

Við bjóðum þjónustuþega Ljóssins og aðstandendum þeirra hjartanlega velkomna á fyrirlestraröðina Samtalið heim.

Á námskeiðum í Ljósinu hefur oft verið rætt hversu þarft og gott það væri fyrir þjónustuþega og aðstandendur að vera saman á fræðslu. Sérstaklega þar sem oft er erfitt að yfirfæra upplýsingar og upplifanir heim. Þegar tveir hlusta saman er einnig hægt að ræða fyrirlesturinn þegar heim er komið án þess að þurfa að endursegja hann.

Fyrirlestraröð fyrir ljósbera og aðstandendur þeirra. Fyrirlestrarnir eru síðasta mánudag hvers mánaðar.

Staðsetning er í húsnæði Ljóssins og verður fræðslunum einnig streymt í gegnum ZOOM.

Skráning fer fram rafrænt og í móttöku Ljóssins.

Næsti fyrirlestur

23.september

Mánudagar kl.16:30-17:30

Umsjón: Fagfólk Ljóssins

Staðsetning:
Fræðslan fer fram í húsnæði Ljóssins við Langholtsveg en er einnig streymt í gegnum ZOOM.

Rafræn skráning lokar degi fyrir hvert fræðsluerindi, en þó má hafa samband við móttöku eftir það