Fræðslan í streymi er fyrst og fremst ætluð fólki á landsbyggðinni og þeim sem hafa ekki tök á að sækja fræðslu í húsnæði Ljóssins að Langholtsvegi.
Markmið
Að fólk í svipuðum sporum fái fræðslu, taki þátt í umræðum og fái þannig stuðning til að takast á við breytingar í kjölfar greiningar. Umsjón með námskeiðinu hafa iðjuþjálfar í Ljósinu, en auk þeirra halda fagaðilar fyrirlestra um sín sérsvið og stýra umræðum.
Á námskeiðinu verður fjallað um aðstæður og úrlausnir þegar það verða breytingar á lífinu, hvernig greining og meðferð geta haft áhrif á líða, hvernig hægt sé að efla eigin heilsu og mikilvægi þess að viðhalda og byggja upp orku og þrek, samskipti, nánd og kynhegðun og auðvitað hvernig við sköpum áhugaverða framtíðarsýn.
Þessi námskeið hafa skapað mikla samkennd og veitt þátttakendum mikinn jafningjastuðning í gegnum árin.
Dagskrá
Janúar – 1. hluti: Umsjá – Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi
8. janúar: Erla Ólafsdóttir , sjúkraþjálfari – Líkamleg endurhæfing
15. janúar: Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi – Daglegar venjur
22. janúar: Alda Pálsdóttir, iðjuþjálfi – Taugakerfið
29. janúar: Rannveig Björnsdóttir, næringarfræðingur – Góð næring, bætt lífsgæði
Mars – 2. hluti: Umsjá – Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi
5. mars: Kristín Hulda – Krabbameinstengdar áhyggjur og jákvæð sálfræði
12. mars: Eyþór Eðvarsson , stjórnendaþjálfari og ráðgjafi – Að virkja kraftinn í streitunni
19. mars: Indíana Rós , kynfræðingur – Krabbamein og kynlíf
26. mars: Ingibjörg Ferdínands, markþjálfi – Jafnvægi, hugrekki og framtíðarsýn
NÆSTU NÁMSKEIÐ
8. janúar 2025
miðvikudagar kl. 14:00 – 15:30
Umsjón: Louisa Sif Mønster, iðjuþjálfi
5. mars 2025
miðvikudagar kl. 14:00 – 15:30
Umsjón: Berglind Ásgeirsdóttir, iðjuþjálfi
Vilt þú kynnast samskiptaforritinu Zoom áður en fræðslan hefst?