Á fatasaumsnámskeiði Ljóssins mætumst við á miðri leið með frábærum leiðbeinendum.

Kenndar verða grunnaðferðir við að taka upp snið, sníða og sauma einfaldar flíkur eða annað sem fólk óskar eftir. Á staðnum eru tímarit með sniðum en þátttakendur eru einnig hvattir til að mæta með sín eigin ef þar er að finna áhugaverð snið.

Helstu upplýsingar

Næsta námskeið hefst 6. janúar

Hvenær: Mánudaga frá kl. 9:00 – 12:00
Fimmtudaga 9:00 – 12:00

Leiðbeinandi: Katla Sigurðardóttir, kjólameistari

Lovísa og Valdís

Ath. nauðsynlegt að skrá sig hjá móttöku Ljóssins

Skráning í síma 561-3770