Daiva hóf störf í Ljósinu í upphafi árs 2015. Hún er langt frá því að vera nýgræðingur í því að töfra fram hollan og góðan mat en hún starfaði áður á veitingastaðnum Grænum kosti. Eldamennskan þar er ekki ósvipuð því sem reitt er fram í Ljósinu.
Daiva styðjast við hið indverska Ayurveda-kerfi í sinni eldamennsku en þar er matargerð beitt í lækningaskyni og er þessi nálgun af mörgum talin elsta aðferð sinnar tegundar í heiminum. Ýmis krydd gegna lykilhlutverki í Ayurveda; kardimommur, fennel, kóríander, túrmerik og kúmen.
Daiva hefur búið hér á landi undanfarin fimmtár ár en er enn í góðum tengslum við matarmenningu heimaslóða sinna í Litháen og hefur öðru hvoru boðið upp á rétti þaðan. Hún hefur t.d. verið að bjóða upp á súrkál, eins og þekkist mikið í litháískri eldamennsku.