Fréttir

19
jún
2024

Færðu Vökudeild prjónaðar húfur á fyrirbura

Prjónahópur úr Ljósinu hefur síðustu mánuði prjónað húfur fyrir fyrirbura á Vökudeild barnaspítala Hringsins. Fyrr í dag afhentu fulltrúar Ljóssins Vökudeild afraksturinn en þátttakendur í verkefninu eru hópur sem hefur áhuga á prjónamennsku og fær ánægju og vellíðan við að búa til eitthvað frá grunni í höndunum. Þau gleyma stað og stund í góðum félagsskap á meðan þau vinna markvisst

Lesa meira

13
jún
2024

Rótarý eClub Iceland færði Ljósinu styrk

Við fengum góða gesti í heimsókn í dag þegar fulltrúar frá Rótary eclub Iceland litu við og færðu Ljósinu veglegan styrk. Við erum svo þakklát fyrir velunnara Ljóssins, styrkir sem þessir koma sannarlega til góðra nota og renna beint í endurhæfingarstarfið. Guðbjörg Dóra tók við styrknum fyrir hönd Ljóssins og sendum við kærar kveðjur til rótarýklúbbsins.

13
jún
2024

Frábær fjölskylduganga í gær

Við erum í skýjunum eftir frábæru fjölskyldugönguna í gær. Við gengum saman hringinn í kringum Hvaleyrarvatn í stórbrotinni náttúrufegurð og Glampi, lukkudýr Ljóssins vaknaði úr dvala eftir langan vetur. Mikið er gaman að sjá  hann aftur. Eftir gönguna fylltum við á orkubirgðirnar með léttum veitingum og svo var andlitsmálning á staðnum sem var sko ekki bara í boði fyrir börnin

Lesa meira

10
jún
2024

Golfmót til styrktar Ljósinu

Sólstöðumót Lauga fer fram í Grafarholtinu, föstudaginn 21. júní n.k. Mótsgjaldið er 10.000kr og rennur allur ágóði til Ljóssins. Ræst verður út kl. 18:45 og spilaðar 18 holur, er þetta punktamót. Fyrir þau sem vilja er mæting kl. 17:45 í mat og drykk í klúbbhúsinu þar sem hver greiðir fyrir sig. Það verða drykkir í boði á vellinum og verðlaunaafhending

Lesa meira

6
jún
2024

Lokað í Ljósinu miðvikudaginn 12. júní

Miðvikudaginn 12. júní verður lokað í Ljósinu en við ætlum að gera okkur glaðan dag með fjölskyldugöngu um Hvaleyrarvatn.   Við hvetjum alla þjónustuþega og velgjörðarfólk Ljóssins til að mæta með sitt fólk með sér. Við ætlum að hittast við bílastæðið vestan megin vatnsins kl 11  í létta upphitun og göngum svo í kringum Hvaleyrarvatn, öll á sínum hraða. Hringurinn

Lesa meira

4
jún
2024

Soroptimistaklúbbur Reykjavíkur færði Ljósinu veglegan styrk

Í gær fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur mættu í heimsókn og  færðu Ljósinu veglegan styrk í endurhæfingarstarfið. Styrkurinn er sérstaklega hugsaður fyrir námskeið, fræðslu og stuðning fyrir konur sem greinst hafa með krabbamein oftar en einu sinni. Við sendum okkar allra bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni en styrkurinn mun sannarlega nýtast

Lesa meira

31
maí
2024

Stafrænn stuðningur fyrir brjóstakrabbameinsgreinda búsetta á landsbyggðinni 

Nú í maí fór af stað verkefni þar sem einstaklingum sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og búa utan höfuðborgarsvæðisins býðst aðgangur að 15 vikna stafrænu stuðningsúrræði Sidekick Health sem hefur verið þróað fyrir þennan hóp. Um er að ræða samstarfsverkefni Sidekick Health, Ljóssins, endurhæfingarmiðstöðvar og Landspítala. Stuðningsúrræðið felur í sér fræðslu um ferlið í kjölfar greiningar og meðferð brjóstakrabbameins, sjálfseflingu og

Lesa meira

31
maí
2024

Hlauparáð Guðrúnar Erlu þjálfara í Ljósinu og langhlaupara

Sumarið er komið og margir búnir að reima á sig hlaupa og/eða gönguskóna og jafnvel búnir að setja sér eitthvað markmið fyrir sumarið. Það er svo gaman að sjá stígana fyllast af fólki á öllum aldri að ganga,skokka, hlaupa og hjóla. Hvort sem fólk hefur sett sér markmið eða ekki er gott að hafa í huga að með útiveru ertu að leggja

Lesa meira

29
maí
2024

Kiwanisklúbburinn Hekla færði Ljósinu styrk

Síðdegis í dag fengum við góða gesti í Ljósið þegar fulltrúar Kiwanisklúbbsins Heklu litu við og færðu Ljósinu 300.000 króna styrk í endurhæfingarstarfið. Kiwanisklúbburinn Hekla er elsti Kiwanisklúbbur landsins og hefur frá upphafi Ljóssins verið dyggur stuðningsaðili. Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem stóðu að söfnuninni. Sigrún Vikar, tók á móti styrknum fyrir hönd Ljóssins.  

29
maí
2024

Mikilvægi stöðumats og áminning um forföll

Kæru vinir, Okkur langar að minna á mikilvægi þess að mæta í bókuð viðtöl hjá fagaðilum. Ef það þarf að boða forföll biðlum við til ykkar að gera það með eins miklum fyrirvara og hægt er. Það er mikilvægt að taka stöðuna með fagaðilum reglulega og yfirfara endurhæfingarþarfir, skipuleggja áframhaldandi endurhæfingu útfrá stöðu dagsins í dag og þá er það

Lesa meira