Ert þú á leið til vinnu eða í nám eftir langt hlé í kjölfar krabbameins? Þá er gagnlegt að fá yfirlit yfir þá þætti sem gott er að huga að, hafa áhrif á vellíðan í starfi og styðja við færnina til að takast á við starf eða nám. Á námskeiðinu „Aftur til vinnu eða náms“ eru þessir þættir skoðaðir frá
Á mánudaginn mætast Breiðablik og ÍBV á Kópavogsvelli kl. 18:00. Leikurinn verður spilaður til styrktar Ljóssins en í ár viljum við vekja athygli á starfi ungra karla í Ljósinu. Frítt á völlinn en tekið verður við frjálsum framlögum við inngang. Uppboð á treyjum leikmanna – allur ágóði rennur óskertur til Ljóssins. Litla Ljósabúðin verður með sölu á varningi Ljóssins. Mætum
Í daglegu tali er oftar en ekki talað um krabbamein sem fjölskyldusjúkdóm. Að greinast með krabbamein getur valdið miklu umróti og álagi, ekki bara í lífi þess greinda heldur allra í fjölskyldunni. Fjölskyldan stendur frammi fyrir nýjum aðstæðum og breytingum þar sem m.a. hlutverkaskipan getur riðlast. Hvernig einstaklingum tekst að aðlagast breytingum er mismunandi hjá hverjum og einum. Hlutirnir geta
Föstudaginn 12. september hefst nýtt námskeið hjá Ljósinu sem ber heitið Slaka og skapa. Unnið verður útfrá flæði og skynjun í gegnum handverk og hugleiðslu. Kynntar verða mismunandi aðferðir af útsaumi og farið verður í ferðalag í hugmyndavinnu í gegnum slökunarferli sem kennari hefur verið að þróa fyrir skapandi huga. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á skapandi nálgun og tilraunir í
Núvitund er lífsfærni sem getur aukið fullnægju í lífinu og skilning okkar í eigin garð. Hún felst í því að taka eftir náttúrulegum eiginleika hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast meðan það er að gerast, án þess að grípa inn í og dæma það. Við gerum það m.a. með því að opna
Styrktartónleikar Ljóssins fóru fram síðastliðinn föstudag og sameinaði þar góða gesti og velviljug fyrirtæki sem vildu leggja húsnæðissjóði endurhæfingarmiðstöðvarinnar lið. Kvöldið einkenndist af kærleika og hlýju, en líka eftirminnilegri gleði og orku sem fyllti salinn. Framúrskarandi tónlistarfólk steig á stokk og viljum við koma okkar dýpstu þakkarkveðjum til þeirra. Myndirnar hér að neðan fanga einstaka stemningu kvöldsins en þetta var
Ljósið er fagnar 20 ára starfsafmæli og við höldum upp á afmælið með stórtónleikum! Takmarkaður miðafjöldi í boði og allur ágóði miðasölu rennur beint til Ljóssins. Ljósið hefur í gegnum árin tekið á móti þúsundum krabbameinsgreindra í endurhæfingu, og aðstandendum þeirra í fræðslu og stuðning -og við höldum ótrauð áfram Þann 5. september bjóðum við þjóðinni að fagna með okkur
Ljósið fagnar 20 ára starfsafmæli þann 5. September 2025. Um kvöldið blásum við til stórtónleika í Háskólabíói með flottustu tónlistarmönnum landsins! Ert þú ekki örugglega búin að tryggja þér miða? Við ætlum að hita upp fyrir gleðina með afmæliskaffi og kökum í hádeginu í Ljósinu! Hvort sem þú ert í virkri þjónustu hjá Ljósinu í dag -eða varst áður í
Lokað verður í Ljósinu mánudaginn 1. september og þriðjudaginn 2. september vegna starfsdaga starfsfólks. Við opnum aftur miðvikudaginn 3. september samkvæmt stundaskrá. Starfsfólk Ljóssins nýtir þessa daga til endurmenntunar og skipulags fyrir komandi önn. Við hvetjum þjónustuþega til þess að njóta þessara daga og huga vel að líkama og sál. Við minnum á að hægt er að leita upplýsinga um
Jafningjahópur fyrir konur 46 ára og eldri, hittist að þessu sinni þriðjudaginn 9.september kl. 13:00 við kaffi Flóru í Grasagarðinum. Rósa Sigrún Jónsdóttir sem kennt hefur myndlist í Ljósinu mun taka á móti okkur og segja okkur frá sýningunni Ofurblómin blómstra sem hún hefur sett í garðinum. Á eftir fáum við okkur huggulegt kaffi á Flóru. Vinsamlegast skráið þátttöku í