Solla

6
nóv
2023

Höfuðljós frá Dynjanda lýsa upp Ljósafoss

Vinir okkar í Dynjanda hafa til fjölda ára verið duglegir að kíkja við hjá okkur í Ljósið í aðdraganda Ljósafoss niður Esjuhlíðar og færa okkur höfuðljós sem seld eru í styrktarsölu fyrir viðburðinn okkar í Esjunni. Árið í ár er engin undantekning og kom Steindór Gunnlaugsson færandi hendi með 26 stykki af höfuðljósum sem við ætlum að selja hér í

Lesa meira

6
nóv
2023

Ljósafoss niður Esjuhlíðar 11. nóvember

Árlegur Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar á vegum Ljóssins endurhæfingarmiðstöðvar fyrir krabbameinsgreinda mun eiga sér stað laugardaginn 11. nóvember næstkomandi. Þar mun hópur göngufólks hittast við grunnbúðir Ljóssins við Esjurætur upp úr klukkan 15:30. Lagt verður af stað upp að Steini klukkan 16:00 og í kjölfarið gengið niður með höfuðljós tendruð og myndaður fallegur Ljósafoss í þann mund sem myrkrið skellur

Lesa meira

6
nóv
2023

Málþing um hlutverk stuðningsfélaga og áhrif batamenningar

Næstkomandi fimmtudag stendur Krabbameinsfélagið Framför fyrir fyrir málþingi um hlutverk stuðningsfélaga og áhrif batamenningar. Meðal fyrirlesara er Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, sem mun ræða um þverfaglega endurhæfingu – eflingu lífsgæða. Málþingið hefst klukkan 16:30 og fer fram í húsnæði Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 18. Hægt er að lesa alla dagskrá málþingsins hér.

30
okt
2023

Fluguhnýtingar eru heilandi handverk

Kara Jóhannsdóttir var með taugaskemmdir í höndunum eftir lyfjameðferð þegar hún skráði sig í námskeið í fluguhnýtingum í Ljósinu. Hún segir handverkið vera góða endurhæfingu. Vinnur á taugaskemmdum með fínhreyfingum í flughnýtingum „Þegar ég skráði mig á námskeið í fluguhnýtingum var ég að kljást við doða, tilfinningaleysi og verki í fingrum“ segir Kara okkur frá þegar við ræðum við hana

Lesa meira

20
okt
2023

Áhrif Kvennaverkfalls 2023 á Ljósið

Kæru vinir, Eins og flestir vita hefur verið boðað til Kvennaverkfalls næstkomandi þriðjudag og munu konur og kvár í Ljósinu leggja niður störf þann dag.  Allir karlmenn sem starfa í Ljósinu munu þó taka vel á móti þeim þjónustuþegum sem koma í hús en eins og gefur að skilja mun verða umtalsvert rask á dagskrá Ljóssins vegna verkfallsins. Eftirfarandi dagskrárliðir

Lesa meira

16
okt
2023

Sjóvá heitir 1000 krónum á þátttakendur í Ljósafossi

Ljósinu hefur borist liðsstyrkur frá öflugum samstarfsaðila í undirbúningi og framkvæmd Ljósafossins í ár en að þessu sinni ætlar Sjóvá að heita 1000 krónum á hvern þann sem tekur þátt í göngunni og skráir þátttöku í viðburðinn á Strava. „Sjóvá tekur þátt í þessum viðburði vegna þess að okkur þykir mikilvægt að minna á að vonin er mikilvægt vopn í

Lesa meira

11
okt
2023

Tólf sprotar fögnuðu Fléttustyrkjum í Ljósinu

Húsakynni Ljóssins fengu örlítið annað hlutverk síðdegis á mánudag þegar Áslaug Arna, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra bauð í hús til okkar fulltrúum 11 sprotafyrirtækja sem hljóta styrki úr Fléttunni þetta árið. Fléttan eru styrkir sem veittir eru til nýsköpunarfyrirtækja sem skapað hafa áhugaverðar lausnir til að bæta þjónustu við sjúklinga, stytta biðlista og auka skilvirkni kerfisins almennt. Tólfti sprotinn var

Lesa meira

11
okt
2023

Metsöfnun fagnað með góðgerðarfélögum og fulltrúum Reykjavíkurmaraþons

Á dögunum tóku fulltrúar Ljóssins á móti viðurkenningu fyrir að hafa safnað mest allra góðgerðafélaga í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í ágúst. Alls söfnuðust tæpar 20 mílljónir sem er algjörlega stórfenglegur árangur. Við í Ljósinu erum í skýjunum og full þakklætis öllum þeim sem lögðu verkefninu lið, þessi viðurkenning er til ykkar allra. Hjartans þakkir! Við sendum okkar bestu hamingjuóskir

Lesa meira

1
okt
2023

Fræðsla þjálfara og kynning frá Eirberg

Fimmtudaginn 26.október kl.13:30 verður fræðsla frá þjálfurum Ljóssins ásamt kynningu á stuðningsvörum frá Eirberg. Er fræðslan hugsuð fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð. Skráning í móttöku Ljóssins

5
sep
2023

Kiwanisklúbburinn Eldey færð Ljósinu afrakstur góðgerðargolfmóts

Kiwanisklúbburinn Eldey, Kópavogi, afhenti í dag Ljósinu styrk að upphæð 800.000 króna. Var þetta afrakstur af góðgerðargolfmóti sem leikið var 24. júlí á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Í ár var 12. árið sem mótið var haldið og hefur allur ágóði af mótinu síðustu ára runnið til Ljóssins og vilja þeir með framlaginu borga til baka í starfið en nokkrir af þeirra

Lesa meira