Við minnum alla veiðigarpa á að síðasti tíminn í fluguhnýtingum í vor verður fimmtudaginn 11. apríl. Það er því um að gera að ganga frá öllum lausum hnútum og fara yfir veiðimarkmið sumarsins.
Við brjótum aðeins upp dagskrá líkamlegrar endurhæfingar föstudaginn 19. apríl og bjóðum þjónustuþega Ljóssins velkomna í tíma í bandvefslosun klukkan 12:30. Tíminn verður í tækjasalnum og því falla teygjutími, þoltími sem og opinn tími í tækjasal niður á þeim tíma. Í þessum tíma verður gestaleiðbeinandi en það er hún Hekla sem sem heldur úti vefnum bandvefslosun.is. Athugið að takmarkaður fjöldi
Prjónahópur úr Ljósinu hefur síðustu mánuði heklað kolkrabba fyrir fyrirbura á Vökudeild barnaspítala Hringsins. Í gær afhentu fulltrúar Ljóssins Sigríði Maríu Atladóttur, deildarstjóra Vökudeildar afraksturinn. Þátttakendur í verkefninu eru hópur sem hefur áhuga á prjónamennsku og fær út úr því ánægju og vellíðan við að búa til eitthvað frá grunni í höndunum. Þau gleyma stað og stund í góðum félagsskap
Ljósið í samstarfi við Kvan, bjóða aðstandendur á aldrinum 14-16 ára velkomin á sérsniðið þriggja skipta námskeið sem hefst 2. apríl. Námskeiðið er fyrir öll ungmenni frá 14 ára aldri sem eiga aðstandanda sem hefur greinst með krabbamein. Hvernig tengslunum er háttað og hvernig sjúkdómurinn birtist skiptir minna máli en að manneskjan sem skráir sig finnist hún þurfa á námskeiðinu
Það var glatt á hjalla í Ljósinu í morgun þegar hópur af metnaðarfullum og góðhjörtuðum nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík leit við og færði Ljósinu rúmlega 500 þúsund krónur. Nemendurnir eru í Góðgerðarnefnd skólans sem í ár safnaði áheitum fyrir Ljósið á skemmtilegan hátt. Við sendum okkar allra bestu þakkir til allra sem tóku þátt í þessu flotta framtaki og
Félagskonur í BPW á Íslandi litu við hjá okkur í síðustu viku og færðu Ljósinu rúmlega 350.000 króna styrk. Upphæðin er afrakstur fjáröflunar sem fram fór 2.-3. mars þegar hópur BPW kvenna seldi vönduð og falleg notuð föt í Kolaportinu. Framlagið færa þær Ljósinu í nafni Jónu Lindu Hilmisdóttur, klúbbkonu og vinkonu sem kvaddi í fyrra eftir baráttu við krabbamein,
Meðlimir í Flügger Andelen fá 30% afslátt af málningu í verslunum Flügger dagana 18.-25. mars. 5% af kaupunum renna til þess félags sem þú velur, og viti menn; Ljósið er einmitt þar á skrá! Svona málar þú til góðs Finndu vörurnar sem þú þarft í málningarverkið þitt í næstu verslun Flügger. Þegar þú kaupir þá skaltu taka fram að þú
Fimmtudaginn 14. mars kl; 10:00 verður fræðsla frá þjálfurum Ljóssins ásamt kynningu á stuðningsvörum frá Eirberg. Er fræðslan hugsuð fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð. Skráning í móttöku Ljóssins
Við erum stolt að Ljósið hefur verið tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, í ár fyrir vitundarvakninguna Klukk, þú ert’ann. Herferðin var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Hér og nú, framleiðslufyrirtækisins Skot auk fleirri góðra aðila og er tilnefnd í tveimur flokkum; Almannaheill – kvikmynduð auglýsing og Almannaheill – herferð. Það er ÍMARK, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), sem
Samfrímúrararstúkan Baldur kom færandi hendi í dag og færðu Ljósinu 250.000 krónur í húsnæðissjóð Ljóssins. Fyrir hönd félagsins mættu Snjólaug Steinarsdóttir, meistari stúkunnar og Dóra Ingvadóttir, gjaldkeri, færðu Ernu Magnúsdóttur styrkinn en þeim til halds og traust voru Beggi okkar og Sigrún en þau eru einmitt í stjórn Baldurs. Einu sinni á ári færir stúkan góðu félagi styrk og í