Þriðjudaginn 8. október klukkan 13:30 verður fræðslufyrirlestur og kynning á stoðvörum fyrir þau sem hafa undirgengist skurð vegna brjóstakrabbameins eða eru á leið í skurðaðgerð. Það er mikilvægt fyrir þau sem gangast undir aðgerð á brjósti að huga vel að þjálfun og hreyfingu að aðgerð lokinni. Við inngrip sem þetta er ekkert óeðlilegt að skerðing á hreyfigetu verði í kjölfarið
Ert þú að leita að leiðum til að gera góðverk? Þá er styrkur til Ljóssins frábær leið til að ná því markmiði. Samkvæmt lögum sem tóku gildi í lok árs 2021, geta bæði einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja Ljósið fengið skattaafslátt. Einstaklingar geta fengið allt að 350.000kr frádrátt frá tekjuskattstofni sínum, en fyrirtæki geta fengið allt að 1,5% afslátt af
Prjónahópurinn úr Ljósinu hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum síðustu mánuði en þar hafa verið handprjónaðir um fimmtíu sjúkrabílabangsar. Í gær fengum við skemmtilega heimsókn frá Slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum þegar prjónahópurinn afhenti bangsanna. Þau munu sjá um að gefa þá til barna sem þurfa á þeirra þjónustu að halda í flutningum, til að veita þeim öryggi í erfiðum aðstæðum.
Heil og sæl kæru vinir, Við í Ljósinu fögnum hverri árstíð og förum spennt inn í haustið sem sannarlega hefur sinn sjarma. Haustdagskrá Ljóssins býður uppá mikið úrval af dagskrárliðum, þjónustuþegar okkar ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan stiklum við á stóru á því sem í boði er. Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna
Það er aldeilis sem tíminn flýgur! Nú fer september mánuður að líða í garð og við höfum verið í óða önn að skipuleggja haustið. Það verður svo sannarlega nóg um að vera hér í Ljósinu og meðal annars eru að fara af stað þrjú aðskilin aðstandendanámskeið: Fyrir börn 6-13 ára hefst 18. september Fyrir ungmenni 14-17 ára hefst 1. október
Í dag fengum við heimsókn frá góðum gestum þegar Andrea Ýr og Hjördís Dögg frá góðgerðarfélaginu TeamTinna litu við. TeamTinna eru félagasamtök til heiðurs og minningar um Tinnu Óskar Grímarsdóttur sem lést úr ristilkrabbameini árið 2023. Samtökin voru stofnuð af hennar nánustu í maí 2023 og varð heimasíða félagsins opinberlega opnuð á afmælisdag Tinnu, 19. maí sama ár. Markmið félagsins
Sólstöðumót Lauga til styrktar Ljósinu fór fram í Grafarholtinu, föstudaginn 21. júní síðastliðinn. Mikil stemning var á vellinum og við þökkum honum Lauga aftur kærlega fyrir stuðninginn. Það er algjörlega ómetanlegt að hafa svona flott fólk með okkur í liði og við hlökkum til næsta golfmóts!
Júlí er mánuður Ljóssins í Nettó og þá verður varningur til styrktar Ljósinu til sölu í verslunum Nettó um allt land. Allur ágóðinn rennur óskiptur til endurhæfingar fólks sem hefur greinst með krabbamein og í fyrra gekk verkefnið vonum framar. Við söfnuðum 5 milljónum fyrir Ljósið og það var gaman að sjá að pokarnir urðu „trend“. Ljósið er að hluta
Kveikjum Ljósið í júlí! Varningur til styrktar Ljósinu verður til sölu í Nettó um allt land í júlí. „Ljósið er hæst á lofti í júlí. Þá eru allir á ferðinni og vantar sundpoka og spil fyrir útileguna,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, markaðs- og upplifunarstjóri Nettó. Júlí er mánuður Ljóssins í Nettó. Þá er hægt að kaupa varning merktan Ljósið x
Í gær fengum við óvæntan styrk þegar hún Fanney Þóra Þórsdóttir færði Ljósinu allan afmælispeninginn sinn! Fanney Þóra átti stórafmæli 15. júní en þá varð hún 30 ára. Hún hafði óskað sér pening til þess að gefa áfram í Ljósið en hún er búin að vera í endurhæfingu síðan í júlí 2023 og er afar þakklát fyrir starfsemi Ljóssins. Fanney