Námskeiðið er fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein og er á leið til vinnu eða náms á ný eftir veikindi. Námskeiðið er liður í endurhæfingu Ljóssins og hentar þeim sem vilja vera betur í stakk búnir til að mæta aftur til vinnu, náms eða nýrra verkefna.
Námskeiðin eru haldin til skiptis í húsnæði Ljóssins og á Zoom.
Innihald
Fræðsla og umræður um þá þætti sem geta stuðlað að bættri heilsu og vellíðan tengt endurkomu til vinnu eða náms. Boðið er upp á einkaviðtal við náms- og starfsráðgjafa sem er einn þeirra fagaðila sem sér um fræðslu á námskeiðinu. Auk hennar og iðjuþjálfa er fræðslan í höndum sjúkraþjálfara, félagsráðgjafa og reynslusögur tveggja ljósbera sem lokið hafa endurhæfingu.
Markmið
- Undirbúningur fyrir vinnu/nám í kjölfar þess líkamlega og andlega álags sem getur fylgt krabbameini og meðferð við því
- Vinna áfram að bættri eigin heilsu og vellíðan; minnka líkur á heilsufarstengdum áhættuþáttum
- Skoða eigin styrkleika, setja sér persónuleg markmið og áætlanir að þeim. Stuðla þannig að farsælli endurkomu til vinnu eða náms.
Umfjöllunarefni
- Heilbrigði og leiðin aftur til vinnu eða náms í kjölfar krabbameins og meðferðar
- Hvert stefni ég?
- Endurkoma á vinnustað – reynslusögur – hvað segja rannsóknir?
- Aðlögun á vinnustað – vinnuumhverfi
- Hreyfing/líkamsþjálfun og áætlun til bættrar heilsu
- Félagsleg réttindi
- Jafnvægi í daglegri iðju
- Samantekt og framtíðarsýn
Næsta námskeið
Hefst í janúar 2025 á Zoom
Fimmtudagar kl. 13:30-15:30 í 6 skipti
Umsjón:
Guðbjörg Dóra, iðjuþjálfi og Kolbrún Halla, iðjuþjálfi.
Skráning hefst þegar nær dregur en hægt er að skrá sig á biðlista hér að neðan.
Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem eru komnir á seinnihlutann í sínu endurhæfingarferli og hentar því ekki þeim sem eru að hefja endurhæfingu. Ef þú ert í vafa, þá hvetjum við þig til að hafa samband við þinn fagaðila.