Innilegar þakkir til allra sem mættu á laugardaginn við Esjurætur og hjálpuðu okkur að mynda flottasta og bjartast Ljósafossinn hingað til. Það var metmæting þegar 900 manns tóku þátt í að lýsa upp Esjuna með okkur í ár. Við erum svo ótrúlega þakklát fyrir þennan frábæra stuðning, þið eruð alveg einstök!
Ýmsir komu að því að gera Ljósafossinn í ár að þessum fallega og kraftmikla viðburði, við viljum hjartanlega þakka:
- Sjóvá fyrir frábært samstarf, alla hjálpina við skipulagið og fyrir að styrkja Ljósið um 2.000 krónur fyrir hvern sem mætti.
- Fjalla Steina fyrir að leiða gönguna og vera ómetanlegur bakhjarl Ljóssins ár eftir ár.
- Björgunarsveitinni Kjölur fyrir að standa vaktina og tryggja öryggi allra á fjallinu.
- Dynjanda fyrir að styrkja okkur á hverju ári með höfuðljósum fyrir gönguna.
- OZZO fyrir myndatökuna, svo við getum séð fallega Ljósafossinn úr fjarlægð.
- Möndlubásnum fyrir að halda öllum ánægðum með ristuðum möndlum og heitu kakói.
- Fjallafélaginu fyrir að gefa okkur aðgang að Esjustofu.
…og síðast en alls ekki síst, öllum ykkur sem hittuð okkur við Esjurætur. Þið hjálpuðuð okkur að lýsa upp hlíðar Esjunnar, vekja athygli á endurhæfingarstarfi Ljóssins og minnast þeirra sem við höfum misst í baráttunni við krabbamein og þeirra sem standa í þeirri baráttu núna.
Takk einnig til allra sem tóku myndir, deildu og tögguðu okkur á samfélagsmiðlum. Það var dásamlegt að fá að upplifa Ljósafossinn frá ykkar sjónarhorni og finna fyrir stuðningum.








Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






