Fyrsti blái trefillinn afhentur framkvæmdastýru Ljóssins

Krabbameinsfélagið Framför stendur í nóvember fyrir árlegu átaki til vitundarvakningar og fjáröflunar í tengslum við krabbamein í blöðruhálskirtli. Í tilefni átaksins tók Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, við fyrsta Bláa treflinum úr hendi Guðmundar Páls Ásgeirssonar, formanns Krabbameinsfélagsins Framför.

Krabbameinsfélagið Framför starfrækir batasamfélag fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur þeirra, með áherslu á stuðningshópa, félagslega virkni og fræðslu sem stuðlar að betri lífsgæðum.

Í tengslum við átakið gaf félagið úr sérblað sem dreift var með Morgunblaðinu fimmtudaginn 6. nóvember, þar sem finna má fjölmargar fræðandi greinar. Framför stendur einnig fyrir göngudegi í Heiðmörk, sem fer fram sunnudaginn 9. nóvember, og málþingi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands, sem haldið verður þriðjudaginn 11. nóvember.

Blái trefillinn er til sölu út nóvembermánuð í verslunum Lyfju, Apótekaranum, Lyf og Heilsu, og á bensínstöðvum Olís og N1.

Við í Ljósinu sendum Krabbameinsfélaginu Framför okkar hlýjustu þakkir fyrir þetta mikilvæga framtak og fyrir að standa með körlum og fjölskyldum þeirra í baráttunni við krabbamein í blöðruhálskirtli.

Á myndinni eru, frá vinstri: Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Guðmundur Páll Ásgeirsson, formaður Krabbameinsfélagsins Framför.

 

Göngudagur í Heiðmörk 9. nóvember

 

Málþing 11. nóvember.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.