Í tilefni af 90 ára afmæli sínu ákvað Ingibjörg Gígja Karlsdóttir að afþakka gjafir og óska þess í staðin að gestir styrktu Ljósið.
Samtals söfnuðust 280.000 krónur, sem Ingibjörg færði Ljósinu með hlýjum orðum: „Megi Guð og gæfan fylgja ykkur um ókomin ár.“
Við í Ljósinu viljum hjartanlega þakka Ingibjörgu fyrir þessa fallegu gjöf og hlýju hugsun. Þessi stuðningur er okkur ómetanlegur og hjálpar til við að efla endurhæfingarstarfið fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra.
Við óskum afmælisbarninu alls hins besta og innilega til hamingju með stórafmælið❤️

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






