Í tilefni Bleiks októbers ákváðu þau Gunnhildur Gígja Ingvadóttir og Brynjar Björnsson að skipuleggja „flashday“ á húðflúrstofunni Studio Creative í Garðarbæ til styrktar Ljósinu. Viðburðurinn fór fram laugardaginn 11. október frá kl 12:00-18:00, þar sem boðið var upp á fjölbreyttar og fallegar hannanir frá hæfileikaríku húðflúrlistafólki Studio Creative. Fyrirtækið Nocco sá um að halda stemingunni uppi og gaf drykki.
Við erum ótrúlega þakklát fyrir þennan einstaka viðburð, Studio Creative safnaði yfir einni milljón króna til styrktar Ljósinu!
Hjartans þakkir til allra sem komu að þessum degi, stuðningurinn ykkar er ómetanlegur ❤️



Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






