Liðkun og teygjur fyrir karla þar sem lögð er áhersla á að losa um spennu, bæta hreyfigetu og upplifa meiri léttleika í líkamanum.
Í tímunum sameinum við liðkandi æfingar og teygjur með það að markmiði að auka liðleika og hreyfanleika líkamans. Æfingarnar eru aðlagaðar að þörfum hvers og eins.
Helstu upplýsingar
Hefst 1. október
Miðvikudagar kl. 09:00-09:45
Í græna salnum, Ljósinu.
Umsjón: Fríða Hrund Kristinsdóttir, Stefán Diego og Mark Bruun, íþróttafræðingar.
Skráning í móttöku og hjá þjálfurum Ljóssins.

