Ljósið fagnar 20 ára starfsafmæli þann 5. September 2025.
Um kvöldið blásum við til stórtónleika í Háskólabíói með flottustu tónlistarmönnum landsins! Ert þú ekki örugglega búin að tryggja þér miða?
Við ætlum að hita upp fyrir gleðina með afmæliskaffi og kökum í hádeginu í Ljósinu!
Hvort sem þú ert í virkri þjónustu hjá Ljósinu í dag -eða varst áður í þjónustu hjá okkur. Endilega kíktu við hjá okkur á Langholtsveginn og fagnaðu með okkur öllu sem hefur áunnist síðustu tuttugu árin!
Við hlökkum til að sjá ykkur í hádeginu, föstudaginn 5. september í Ljósinu 💛
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






