Kæru vinir, við erum spennt fyrir afmælisviðburðum Ljóssins en svo virðist sem nýja afgreiðslukerfið sé enn spenntara.
Í einhverjum tilvikum hefur kerfið sent út ótal textaskilaboð samtímis til að minna á sama viðburðinn. Það er af hinu góða að fá áminningarskilaboð en við biðjumst innlegrar afsökunar á ónæðinu sem fylgir því að fá fleiri en ein skilaboð í einu að ástæðulausu. Við erum að leita að ástæðu ákafa nýja kerfisins og vonum að fljótlega fari það að senda eina, settlega og hnitmiðaða áminningu.
Afmæliskveðja frá starfsfólki Ljóssins,
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






