Kæru vinir,
Á næstu dögum verður sendur út tölvupóstur frá Ljósinu þar sem óskað er eftir þátttakendum í rannsókn.
Díana Sif Ingadóttir, meistaranemi í heilbrigðisvísindum, mun koma til með að framkvæma meistararannsókn í Ljósinu og óskar eftir þátttakendum til að svara rafrænum spurningalista. Rannsakað verður tengsl seiglu við andlega heilsu einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein.
Þátttakendur þurfa að hafa verið greindir með krabbamein og ekki er gerður greinarmunur á því hvort eða hvernig meðferð þátttakendur hafi farið í gegnum. Allir þátttakendur hafa rétt á því að segja sig úr rannsókninni á hvaða tíma sem er eða neita að svara ákveðnum spurningum í könnun.
Engar persónugreinanlegar upplýsingar koma fram og ekki verður hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Dr. Elísabet Hjörleifsdóttir.
Sendur verður út tölvupóstur úr netfangi Ljóssins þar sem allar upplýsingar koma fram ásamt hlekk á rafrænan spurningalista.
Með fyrirfram þökk,
Þáttaka ykkar mun styðja við mikilvægar vísindarannsóknir í þágu krabbameinsgreindra.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.