Árlegt tímarit Ljóssins er nú komið út í glæsilegri stafrænni útgáfu. Hér má nálgast blaðið
Eins og alltaf eru efnistökin fjölbreytt og spanna allt frá faglegum umfjöllunum starfsfólks yfir í áhrifaríkar frásagnir þjónustuþega.
Við leitumst við að hafa hlýja blæinn úr Ljósinu ríkjandi í blaðinu. Með stafrænni útgáfu gefst okkur tækifæri til að færa ykkur persónulegri frásagnir og gæða umfjöllunina meira lífi með auknu myndefni og gera hinni einstöku grasrót Ljóssins hærra undir höfði með myndböndum.
Við óskum ykkur góðra stunda við lesturinn, hlustunina og áhorfið.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.