Ljósafoss lýsti upp Esjuna

Það var mikilfenglegt að fylgjast með því þegar höfuðljós hátt í 400 manns lýstu upp svart skammdegið og Esjuhlíðar á laugardaginn síðasta. Hraustmennin létu ekki smá rigningu og þokusudda á sig fá og var góða skapið með í för og ungir sem aldnir skemmtu sér vel í góðra vina hópi.

Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem lýstu upp skammdegið með okkur og vöktu með því athygli á endurhæfingarstarfi Ljóssins. Sérstakar þakkir sendum við til Þorsteins Jakobssonar sem leiddi gönguna, til Sjóvá fyrir rausnarlegan stuðning sem og Björgunarsveitarinnar Kjalar sem stóð vaktina og tryggði að öllsömul kæmust heil á húfi niður fjallið.

Að lokum skiljum við eftir nokkur augnablik sem fönguð voru um helgina.

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.