Rebekkustúkan Sigríður veitir Ljósinu styrk til húsnæðissjóðs

Í síðustu viku komu fulltrúar frá Rebekkustúku nr. 4, Sigríður, sem tilheyra Oddfellow reglunni, með veglegan styrk til Ljóssins.

Styrkurinn fer beint í húsnæðissjóð okkar, sem hefur það markmið að fjármagna nýtt og stærra húsnæði, þar sem núverandi húsakynni eru komin að þolmörkum.

Oddfellow systur starfa innan regludeilda sem kallast Rebekkustúkur. Reglan leggur ríka áherslu á að styðja við góðgerðarmál og samfélagsleg verkefni, þar sem fólk gefur af sér til samfélagsins og styður við þá sem þarfnast aðstoðar.

Þessi rausnalegi stuðningur frá Rebekkustúkunni er okkur ómetanlegur og mun hjálpa Ljósinu að halda áfram að veita mikilvæga þjónustu fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Við erum afar þakklátar fyrir þennan stuðning og vonum að fleiri muni fylgja í kjölfarið til að styðja við húsnæðissjóðinn.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.