Ert þú að leita að leiðum til að gera góðverk? Þá er styrkur til Ljóssins frábær leið til að ná því markmiði.
Samkvæmt lögum sem tóku gildi í lok árs 2021, geta bæði einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja Ljósið fengið skattaafslátt. Einstaklingar geta fengið allt að 350.000kr frádrátt frá tekjuskattstofni sínum, en fyrirtæki geta fengið allt að 1,5% afslátt af rekstrartekjum sínum.
Af hverju skiptir þetta máli?
Þegar þú styrkir Ljósið, hjálpar þú okkur að halda áfram mikilvægu starfi okkar með endurhæfingu, fræðslu og stuðning fyrir krabbameinsgreinda og fjölskyldur þeirra.
Við sjáum um að senda Skattinum allar upplýsingar svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af flóknum formsatriðum. Nýttu þér þessa frábæru leið til að styrkja samfélagið og fáðu hluta styrksins endurgreiddan í formi skattalækkunar.
Viltu vita meira? Smelltu hér til að lesa nánar um úrræðið.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.