Námskeið fyrir aðstandendur krabbameinsgreindra

Það er aldeilis sem tíminn flýgur! Nú fer september mánuður að líða í garð og við höfum verið í óða önn að skipuleggja haustið. Það verður svo sannarlega nóg um að vera hér í Ljósinu og meðal annars eru að fara af stað þrjú aðskilin aðstandendanámskeið:

  • Fyrir börn 6-13 ára hefst 18. september
  • Fyrir ungmenni 14-17 ára hefst 1. október
  • Fyrir fullorðna 18 ára og eldri hefst 24. september

Að fá stuðning frá utanaðkomandi aðila getur hjálpað aðstandendum að takast á við nýjar og breyttar aðstæður. Að setja orð á tilfinningar getur verið mjög mikilvægt til að líða betur eða umbera líðan sína. Ef maður skilur ekki eitthvað er maður líklegri til að hræðast það. Í stað þess að óttast er gott að tala um það sem liggur á hjarta.

Við hvetjum alla aðstandendur að kynna sér þessi flottu námskeið sem hafa reynst vel. Hægt er að lesa meira um námskeiðin hér.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.